Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Sótt er um á vef Menntasjóðs.

Úrsögn úr áfanga - haustönn 2021

Frestur til að segja sig úr áfanga er til og með þriðjudagsins 7. september.

Bækur í ensku

Nokkrar bækur í enskunni eru ófáanlegar. Sumar koma fljótlega en okkur vantar sérstaklega The Graveyard Book eftir Neil Gaiman og The Perks of Being a Wallflower eftir Stephen Chbosky.

Skráning í útskrift

Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu aðstoðarskólameistara í síðasta lagi þriðjudaginn 24. ágúst. Skráning fer fram með því að koma við á skrifstofunni eða senda tölvupóst á gudrun@fmos.is

Sóttvarnir og sóttkví - COVID

Vegna stöðu Kórónuveirufaraldursins í samfélaginu er því miður líklegt að einhverjir starfsmenn og nemendur lendi í sóttkví. Til þess að lágmarka áhættuna er mikilvægt að allir passi upp á persónulegar sóttvarnir; þvo og spritta hendur, virða eins metra reglu og muna að það er grímuskylda í skólanum.

Munum sóttvarnirnar!

Skólinn hefst skv. stundatöflu miðvikudaginn 18. ágúst. Grímuskylda er í skólanum og grímur verða aðgengilegar við alla innganga. Inngangar á 2. og 3. hæð skólans verða opnir þannig að nemendur geta gengið beint inn í klasana ef þeir vilja. Eftir hverja kennslustund þurfa nemendur að þrífa sitt vinnusvæði (borð og stóla). 

Upphaf haustannar 2021

Kynning fyrir nýnema (árg. 2005) verður þriðjudaginn 17. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Kennsla hefst síðan miðvikudaginn 18. ágúst skv. stundatöflu.

Stundatöflur og töflubreytingar

Miðvikudaginn 11. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2021, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 11.-16. ágúst.

Sumarlokun skrifstofu FMOS

Sumarlokun skrifstofunnar er frá og með miðvikudeginum 23. júní. Við opnum aftur fimmtudaginn 5. ágúst kl. 10.

Útskriftarhátíð FMOS

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 28. maí s.l. við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ og streymt beint á vefnum. Að þessu sinni voru tuttugu og átta nemendur brautskráðir.