Útskriftarnemendur að dimmitera í dag

Útskriftarnemendur í FMOS eru nú að nálgast lokamarkið sitt og í dag fagna þau því með uppskeruhátíð sem gjarnan er nefnd dimmisjón í framhaldsskólum. Fyrir áhugasama má nefna að dimmisjón kemur frá latneska orðinu dimisso sem þýðir brotthvarf. Dagurinn byrjaði með glæsilegum morgunmat útskriftarnema og kennara í boði skólans. Alls konar búningar voru í gangi þar sem mátti meðal annars sjá bónda með kýrnar sínar, stubba, ofurhetjur og kúreka, að ógleymdri Álfdísi. Við rétt náðum að smella af þeim mynd áður en þau ruku út í þétta dagskrá sem þau hafa skipulagt. Við segjum bara góða skemmtun í dag.