Útskriftarnemendur FMOS á ungmennaþingi Mosfellsbæjar

Útskriftarnemendur í FMOS voru í hlutverki umræðustjóra á barna- og ungmennaþingi Mosfellsbæjar sem haldið var í Hlégarði í gær. Um 90 nemendur í 5. – 10. bekk í Mosfellsbæ tóku þátt í þinginu.

Fjöldi hugmynda kom fram um hvernig hægt er að bæta þjónustu bæjarins en þingið er hluti af verkefninu „barnvænt samfélag“. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar ræddu við börnin og Jón Jónsson hélt uppi fjöri milli annarra dagskrárliða.

Nemendur okkar stóðu sig að sjálfsögðu með prýði og voru skólanum sínum til sóma.