FMOS á toppnum

Þann 7. maí síðastliðinn fóru fimm hressir kennarar úr FMOS á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands. Lagt var af stað klukkan 6 um morguninn og tók gangan í allt um 13 tíma.

Norrænir skólastjórnendur í heimsókn

Það er gaman að segja frá því að í dag, þriðjudaginn 3. maí, fengum við hóp af norrænum skólastjórnendum í heimsókn. Dagskrá hópsins var ansi þétt og hófst kl. 9 með því að...

Bragðlaukaheimur nemenda opnaður

Í áfanganum Framandi matarhefðir, „ferðast“ nemendur í kringum hnöttinn og taka fyrir eitt land í hverri viku.

Verkefnadagar

Verkefnadagar hefjast fimmtudaginn 5. maí og þeim lýkur mánudaginn 16. maí. Búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu.

Dimmisjón útskriftarnema FMOS

Föstudaginn 29. apríl n.k. er dimmisjón hjá útskriftarnemum FMOS. Dagurinn hefst með dýrindis morgunverði à la Inga Rósa þar sem útskriftarnemar eiga notalega stund með kennurum og starfsfólki. Hvað hópurinn gerir í framhaldi af því er enn á huldu en dagurinn er þeirra!

Innritun nemenda í 10. bekk

Búið er að opna fyrir umsóknir þeirra sem útskrifast úr 10. bekk í vor (2022). Innritunartímabilinu lýkur á miðnætti 10. júní n.k. Einkunnir flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. Sótt er um með rafrænum skilríkjum í gegnum vef Menntamálastofnunar.

Sumardagurinn fyrsti

Fimmtudaginn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti. Þann dag fellur öll kennsla niður 

Sálfræðispjallið - kulnun

Umfjöllunarefni Sálfræðispjallsins á morgun (föstudag) er kulnun. Allir nemendur velkomnir! Bæði þeir sem vilja koma og taka þátt í spjallinu og þeir sem vilja bara koma og hlusta á umræðurnar. Sjáumst á föstudaginn í Borg í verkefnatímanum! Kveðja, Júlíana sálfræðingur og Svanhildur námsráðgjafi

Páskafrí

Páskafrí hefst mánudaginn 11. apríl og við mætum aftur í skólann miðvikudaginn 20. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga. Gleðilega páska!

Þemadagur í FMOS

Það var líf og fjör á þemadeginum okkar í gær. Engin kennsla en allir úti og inni að leika. Dagurinn endaði á árshátíð í Gullhömrum um kvöldið með frábærum skemmtiatriðum og miklu stuði.