Annarlok

Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda. Allar einkunnir eiga að vera komnar inn í Innu í síðasta lagi þriðjudaginn 23. maí kl. 9. Verkefnasýning, þar sem nemendur geta komið og séð verkefni sín og útreikninga á lokaeinkunnum, verður sama dag kl. 11-13.