Mannleg samskipti fram yfir símana

Of mikil símanotkun getur haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar allra. Halla Heimis, íþróttakennari við FMOS, skrifaði grein um þetta sem birtist í nýjasta blaði Mosfellings. Hún hefur heldur betur lagt sitt af mörkum til að nemendur í FMOS leggi frá sér símana, tali saman og leiki sér.