Útskriftarhátíð FMOS

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 26. maí 2023 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.

Að þessu sinni voru 27 nemendur brautskráðir. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir 16 nemendur þar af voru fjórir af hestakjörsviði, tveir af listakjörsviði og einn af íþrótta- og lýðheilsukjörsviði. Þrír nemendur voru brautskráður af sérnámsbraut. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir þrír nemendur og fimm af náttúruvísindabraut.