Jafnlaunavottun 2023-2026

Í mars 2020 fékk Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ jafnlaunavottun sem gilti til þriggja ára. Nú hefur farið fram endurskoðun á jafnlaunakerfi skólans og endurvottun hefur verið gefin út. Vottunin gildir til næstu þriggja ára, 2023-2026. Eins og áður var það fyrirtækið Versa Vottun ehf. sem sá um úttektina.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er „að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði“.  Hér má lesa nánar um jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun skólans.