KLAPP leiðbeiningar

KLAPP er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og er á næstu vikum að taka við af strætó appinu. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjaldið er greitt í vagninum. 

Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að hvernig á að stofna aðgang, veita leyfi og fleira. Þessar leiðbeiningar eru líka í aðstoðinni í Innu. Nemendur 18 ára og eldri, sem ætla að nýta sér afsláttarfargjöld í Strætó, þurfa að veita staðfest leyfi á Innu fyrir því að Strætó afli upplýsinga um virkt nám við skólann.Nemendur sem eru 17 ára og yngri þurfa ekki að gefa staðfest leyfi um skólavist þar sem þeir falla undir ungmenni og greiða samkvæmt því í Strætó.