Uppfærðar áætlanir og tilkynningahnappur á vefinn

Búið er að yfirfara áfallaáætlanir skólans og má finna þær á vefnum, sjá leiðbeiningamynd hér fyrir neðan. Einnig er búið að setja inn hlekk fyrir tilkynningar um einelti eða hvers kyns ofbeldi sem gæti komið upp. Hlekkinn má finna á forsíðunni undir "Gagnlegt efni". Þegar smellt er á hann opnast viðmót þar sem hægt er að fylla út eyðublað. Skólameistari er móttakandi tilkynninga sem berast með þessum hætti.