Verkefnadagar 12.-17. maí

Verkefnadagar hefjast föstudaginn 12. maí en þá verður stundataflan stokkuð upp. Búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu.

Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis

Þann 3. maí síðastliðinn hélt FMOS, sem er UNESCO skóli, upp á Alþjóðadag fjölmiðlafrelsis.

Jafnlaunavottun 2023-2026

Í mars 2020 fékk Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ jafnlaunavottun sem gilti til þriggja ára. Nú hefur farið fram endurskoðun á jafnlaunakerfi skólans og endurvottun hefur verið gefin út. Vottunin gildir til næstu þriggja ára, 2023-2026. Eins og áður var það fyrirtækið Versa Vottun ehf. sem sá um úttektina.

Útskriftarnemendur að dimmitera í dag

Útskriftarnemendur í FMOS eru nú að nálgast lokamarkið sitt og í dag fagna þau því með uppskeruhátíð sem gjarnan er nefnd dimmisjón í framhaldsskólum.

Útskriftarnemendur FMOS á ungmennaþingi Mosfellsbæjar

Útskriftarnemendur í FMOS voru í hlutverki umræðustjóra á barna- og ungmennaþingi Mosfellsbæjar sem haldið var í Hlégarði í gær.

FMOS alltaf á tánum

Á haustönn 2022 unnu enskukennararnir Björk og Helena María, ásamt Þorbjörgu Lilju íslenskukennara, að starfendarannsókn sem bar heitið Leiðsagnarnám og markviss úrvinnsla nemenda.

Páskafrí

Páskafrí hefst mánudaginn 3. apríl og við mætum aftur í skólann miðvikudaginn 12. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga. Gleðilega páska!

Endurskiladagur

Þriðjudaginn 28. mars er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.

Opið hús 22. mars

Opið hús fyrir grunnskólanemendur, foreldra og forráðamenn verður í FMOS miðvikudaginn 22. mars kl. 16:30-18:00.

Valið er opið til þriðjudags, 14. mars

Valtímabilið hefst þriðjudaginn 7. mars og er opið í viku, til þriðjudagsins 14. mars. Við hefjum tímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30 en þá munu kennarar kynna áfangana sína.