Skráning í útskrift

Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember þurfa að skrá sig hjá Ingu Þóru áfangastjóra í síðasta lagi miðvikudaginn 28. ágúst.

Upphaf haustannar 2024

Kynning fyrir nýnema (árg. 2008) verður föstudaginn 16. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Mánudaginn 19. ágúst verður skólasetning á sal skólans kl. 8:30 og að henni lokinni hefst kennsla skv. stundatöflu.

Stundatöflur og töflubreytingar

Mánudaginn 12. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2024, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 12.-16. ágúst.

Útskriftarhátíð FMOS

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 29. maí við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Bjarkarholt 35 í Mosfellsbæ.

Annarlok

Vikan 13.-17. maí er síðasta kennsluvika vorannar 2024. Verkefnadagar standa yfir 14. - 17. maí og búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu. Einkunnabirting og verkefnasýning verða fimmtudaginn 23. maí.

Útskriftarnemar dimmitera

Í dag miðvikudaginn 8. maí er dimmision hjá útskriftarnemum FMOS.

Pylsugrill á öðrum degi sumars

Síðastliðinn föstudag var dásamlegt veður í portinu okkar og því var tilvalið að slá upp grillveislu.

Ný Íslenskubraut

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Íslenskubraut í FMOS en brautin er fyrir nemendur af erlendum uppruna.

Endurskiladagur 8. apríl

Mánudaginn 8. apríl er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.

Páskafrí

Páskafrí stendur yfir dagana 25. mars til 2. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 3. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga.