Göngugarpar á Lágafelli

Þessa dagana standa verkefnadagar yfir í skólanum. Hluti nemenda og kennara á sérnámsbrautinni fóru í göngu upp á Lágafell í góða veðrinu í morgun. Þetta var lokaverkefnið í lífsleikniáfanganum þeirra. Þegar upp var komið var útsýnið einstaklega fallegt enda veðurblíðan með eindæmum.