Fótboltastrákar í FMOS

Tveir ungir fótboltastrákar frá Malawi komu til Íslands í janúar til að spila fótbolta. Þetta er samstarfsverkefni ACSENT soccer akademíunnar og Aftureldingar. Strákarnir búa hér í Mosfellsbæ og æfa og spila með Aftureldingu. Í vikunni komu þeir í FMOS og héldu kynningu á landinu sínu og menningu. Það mynduðust skemmtilegar umræður og sögðu þeir okkur m.a frá því hversu erfitt sé að venja sig á að borða með hnífapörum og hversu mikið þeir elska Íslendinga.