Upphaf vorannar 2024

Gleðilegt nýtt ár! Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 8. janúar.

Aðgangur að Innunni er opinn fyrir nemendur sem eru búnir að greiða skólagjöld fyrir vorönn 2024. Nemendur geta skoðað stundatöfluna sína og sent inn óskir um töflubreytingar í Innu. Athugið að síðasti dagur fyrir töflubreytingar er sunnudagurinn 7. janúar. Leiðbeiningar um töflubreytingar má finna hér í þessum hlekk og í "Aðstoð" í Innu. Upplýsingar um námsgögn eru að finna í Innu og er verið að uppfæra þær næstu dagana.

Til að sjá hvenær áfangar eru kenndir í stundatöflunni smelltu á þennan hlekk.

Hægt er að segja sig úr áfanga til 26. janúar, eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. Við minnum á reglur um mætingar og verkefnaskil og biðjum nemendur um að kynna sér þær vel.