Reglur um mætingar og verkefnaskil

 • Nemendur skulu stunda námið af kostgæfni og skila verkefnum á réttum tíma og eftir settum reglum.
 • Nemendum ber að mæta í allar kennslustundir samkvæmt stundatöflu. Kennarar skrá viðveru nemenda í kennslustundir og fylgst verður vel með mætingu og verkefnaskilum og nemendur krafðir skýringa á lélegri ástundun. Nemendur sem mæta vel og eru með 90% raunmætingu eða meira á önninni fá eina einingu fyrir mætingu.
 • Séu nemendur fjarverandi úr skóla gilda ákveðnar reglur um hvernig taka skal á slíkum fjarvistum eftir því hver ástæða fjarvistanna er. Geti nemandi ekki sótt skóla vegna veikinda eða af öðrum ástæðum skal tilkynna forföllin daglega á skrifstofu skólans. Nauðsynlegt er að foreldrar eða forráðamenn tilkynni veikindi nemenda yngri en 18 ára.
 • Læknisvottorði skal skila inn til skrifstofu fyrir alla veikindadaga umfram fjóra daga í hverjum mánuði.
 • Sé mætingu og verkefnaskilum nemenda ábótavant ræðir kennari við nemandann og reynir að fá hann til að bæta sig. Batni staða nemandans ekki ræðir umsjónarkennari við nemandann, og forráðamenn hans ef hann er yngri en 18 ára, og reynir að grafast fyrir um það hvers vegna hann stundar ekki námið eins og til er ætlast.
 • Brjóti nemandi reglur þessar ítrekað getur hann átt á hættu að vera vísað úr skóla. Eftirfarandi ferli fer í gang við ítrekuð brot:
  • Nemandi, og forráðamenn hans ef hann er yngri en 18 ára, fær senda skriflega áminningu og er boðin aðstoð frá náms- og starfsráðgjafa.
  • Nemandanum gerð grein fyrir því að ef hann bætir sig á viðkomandi önn sé ekki fleiri aðgerða þörf. Verði staðan áfram slæm til enda annarinnar er nemandinn tekinn inn í skólann á næstu önn með skilyrðum og gert við hann skriflegt samkomulag um betri mætingar og verkefnaskil.
  • Brjóti nemandinn samkomulagið verður honum ekki boðin áframhaldandi skólavist á næstu önn.
 • Ef nemendur eru ósáttir við meðferð sinna mála geta þeir vísað málinu til skólaráðs og sótt skólann þar til niðurstaða skólaráðs er fengin.
 • Lágmarksframvinda náms í skólanum er að nemendur verða að ljúka að minnsta kosti 15 einingum á önn.
 • Skólaráð getur í sérstökum tilvikum veitt undanþágu frá reglum þessum.

 

Síðast breytt: 11. ágúst 2016