Nokkrar niðurstöður dagsins
Haldið upp á Unesco dag menntunar
Föstudaginn síðastliðinn var haldið upp á dag menntunar, en hann er einn af dögum Unesco og er haldið upp á hann 24. janúar ár hvert. FMOS tók forskot á sæluna en að þessu sinni tóku kennarar hluta af sinni kennslu og helguðu hana menntun í öllum fjölbreytileika sínum. Í einni skólastofu ræddu nemendur er erlendum uppruna um muninn á íslensku skólakerfi og skólakerfi heimalanda sinna. Niðurstöður voru þær að skólinn á Íslandi er auðveldari, skemmtilegri, hafi meira frjálsræði og jafnrétti en skólinn í heimalöndunum.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er Unesco-skóli og heldur því upp á einn Unesco dag á hverri önn, en heimsmarkmiðin og annað efni frá Unesco er líka tvinnað inn í kennslu skólans.