Forvarnardagur FMOS

Forvarnadagur FMOS
Haldið var upp á Forvarnardag FMOS þriðjudaginn 27. janúar. Þar fengum við góða heimsókn frá Bjarna Snæbjörnssyni, leikara og fyrirlesara, sem var með áhugaverðan fyrirlestur um mennskuna og hvernig við getum tæklað eigin fordóma. Síðan gátu nemendur valið á milli skemmtilegra smiðja, eins og að púsla, lita, spila fótbolta, fara í göngu og karaoke. Eftir hádegið var síðan komið að fyrirlestri Lilju Cederborg um hamingjuna í hversdagsleikanum, sem fræddi nemendur og starfsfólk um hvernig hægt er að finna hamingjuna í litlu hlutunum.
Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!