Opið hús 12. mars

Við hvetjum alla þá sem eru að útskrifast úr 10. bekk, foreldra og forráðamenn þeirra til að koma á Opið hús í FMOS þriðjudaginn 12. mars kl. 16:30-18:00 og kynna sér námsframboð skólans, kennsluhætti og upplifa stemminguna í skólanum. Nemendur og kennarar verða á staðnum til að svara spurningum auk náms- og starfsráðgjafa og stjórnenda.

Vöfflur og rjúkandi kaffi í boði skólans.

Við hlökkum til að sjá ykkur!