Þemadagur 7. mars

Fimmtudaginn 7. mars var þemadagur í FMOS. Í þetta sinn var matarþema og dagana á undan skráðu nemendur sig á smiðjur eftir áhugasviði hvers og eins.

Dagurinn byrjaði með morgunverðarhlaðborði að hætti Ingu Rósu.  Að því loknu fóru nemendur í smiðjur þar sem þeir lærðu að útbúa mat og kökur frá ýmsum löndum. Við vorum svo heppin að vera með nokkra kennara á vegum Erasmus+ alla vikuna sem kenndu nemendum að útbúa eistneskt hátíðarbrauð. Fyrir þá sem ekki höfðu áhuga á bakstri og matargerð voru nokkrar aðrar smiðjur í boði svo sem jóga, núvitund og að horfa á matarþætti. 

Dagurinn endaði svo með árshátíð í Hlégarði um kvöldið með frábærum skemmtiatriðum og miklu stuði.