Syndum saman í nóvember

Syndum er landsátak í sundi og stendur yfir allan nóvember. Sund er fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er tilvalin þjálfunaraðferð sem styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans en er einnig frábær og skemmtileg tómstundaiðja. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is

Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið!