Nýnemar (sem eru fædd 2009) mæta í skólann mánudaginn 18. ágúst kl. 10:00-12:00. Þá fá þeir kynningu á skólanum, kynnast hver öðrum, skoða stundatöflur í Innu og fleira.
Við óskum eftir að nemendur taki fartölvur og síma með á nýnemakynninguna þar sem hluti af tímanum fer í að setja upp Office aðgang og Canvas.
Jafnframt hvetjum við nemendur og forráðafólk til að skoða heimasíðu skólans fmos.is þar sem eru ýmsar upplýsingar um skólastarfið og skrá sig inn á Inna.is með rafrænum skilríkum til að skoða stundatöflur, bókalista og fleira.
Við hlökkum til að hitta alla nemendur, nýja og eldri á fyrsta kennsludegi 19. ágúst.
Í byrjun dagsins kl. 8:30 eru nemendur boðnir velkomnir og að því loknu hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.