Erasmus+ skólastyrkurinn veitir ungu fólki á aldrinum 16-18 ára ómetanleg tækifæri. Ef þig langar að prófa að búa í öðru landi í Evrópu og upplifa hvernig það er að vera unglingur þar, læra nýtt tungumál, upplifa nýja menningu, verða hluti af fósturfjölskyldu og fara í nýjan skóla þá er þetta eitthvað fyrir þig.
Þú getur sótt um ef þú ert nemandi í FMOS á aldrinum 16-18 ára og hefur áhuga á skiptinámi.
Þú getur valið um að vera í 3 eða 5 mánuði í skiptináminu.
Nemandi greiðir 15% af heildarkostnaði en Ersamus+ greiðir 85% af heildarkostnaði vegna skiptinámsins. Til upplýsingar er 15% kostnaðarhluti vegna 3ja mánaða náms kr. 178.500 en fyrir 6 mánaða skiptinám kr. 283.500.
Það eru mörg lönd í Evrópu sem taka á móti nemendum í Erasmus + skiptinám, t.d. Belgía, Ungverjaland, Slóvakía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Pólland og fleiri lönd. Það er EKKI hægt að velja sér land og þeir nemendur sem að vilja fara “hvert sem er” ganga fyrir.
Brottför verður í janúar eða febrúar 2026
Athugið að sérstök áhersla er lögð á að veita nemum með færri tækifæri á að fara í skiptinám. Búseta í strjálbýli eða takmörkuð fjárráð falla meðal annars þar undir, en tekið er á móti öllum umsóknum, svo ekki hika við að sækja um.
Umsóknir, þar sem fjölskyldur umsækjenda geta hýst erlendan skiptinema á meðan á skiptinámi umsækjanda stendur, ganga fyrir öðrum umsóknum.
Umsóknarfrestur: 19. september 2025 kl. 23:59
Sækja um: hér