Miðvikudaginn 17. september síðastliðinn var haldið upp á Unescodaginn í FMOS með því að halda upp á dag lýðræðisins. Dagurinn byrjaði á ljúfum morgunverði í boði skólans, en svo tóku við fjórar smiðjur, þar sem nemendur ræddu fyrst um hvað lýðræði er fyrir þeim. Svo var nemendum skipt í hópa og þau bjuggu til sín eigin þjóðríki, í síðustu tveim smiðjum dagsins unnu nemendur með heimsmarkmið Unesco í sambandi við lýðræði og rökræddu svo sín á milli hvaða markmið eru mikilvægust.
Dagurinn var því bæði fræðandi og skemmtilegur, en almenn ánægja var með vinnuna meðal nemenda og kennara. Það var líka gaman að sjá langflestir nemendur tóku virkan þátt í umræðunum og þau eru því reynslunni ríkari.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er Unescoskóli og heldur því reglulega viðburðadaga til að vinna með heimsmarkmið Unesco.