Valtorg mánudaginn 14. mars

Mánudaginn 14. mars opnum við valtímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30. Kennarar verða í salnum og kynna áfangana sína. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á haustönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 14.-18. mars.  Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist.

Umsóknarfrestur framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja innritun eldri nemenda (fæddir 2005 og fyrr) til 10. júní vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef menntamálastofnunar með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Úrvinnsludagur mánudaginn 7. mars

Úrvinnsludagur verður mánudaginn 7. mars. Öll kennsla fellur niður þann dag.

Starfsfólk FMOS á skyndihjálparnámskeiði

Fimmtudaginn 24. febrúar var starfsfólki FMOS boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Um var að ræða tveggja tíma upprifjunarnámskeið en það voru hjúkrunarfræðingar frá fyrirtækinu Heilsuvernd sem mættu og sáu um fræðsluna og verklegar æfingar.

Nú er komið að árlega LAN-inu

Föstudaginn 4. mars stendur nemendafélag FMOS fyrir LAN-i. Miðasalan hefst mánudaginn 28. febrúar fyrir framan matsalinn og kostar 2.500 kr. á mann. Allir að skrá sig!

Ráðstefna um leiðsagnarnám

Ráðstefna um leiðsagnarnám í framhaldsskólum verður haldin í FMOS í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022. Með því að smella á þessa frétt má finna dagskrá ráðstefnunnar ásamt hlekkjum á fyrirlestra og málstofur.

Öllum takmörkunum aflétt

Í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022, hefur öllum takmörkunum vegna Covid-19 verið aflétt í samfélaginu. Smelltu á fréttina fyrir nánari upplýsingar.

Baktal - Sálfræðispjallið

Baktal verður umfjöllunarefnið í sálfræðispjallinu á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Sjáumst í Borg í tungumálaklasanum á 2. hæð kl. 10:30 (verkefnatími). Allir nemendur velkomnir!

Óveður

Það er mjög slæm veðurspá á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar, og skólinn verður lokaður fyrir hádegi. Við gerum ráð fyrir að byrja að kenna kl. 12:45. Við munum samt fylgjast með veðurspám og og ef það lítur út fyrir verra veður en spáð er núna seinni partinn á morgun munum við vera í sambandi við ykkur.

Ráðstefna um leiðsagnarnám

Fyrirhuguð ráðstefna um leiðsagnarnám í framhaldsskólum hefur verið í undirbúningi í FMOS undanfarnar vikur. Fjórir kennarar skólans þau Björk Ingadóttir, Tinna Sigurjónsdóttir, Þorbjörg Lilja Þórsdóttir og Valgarð Már Jakobsson hafa staðið í ströngu við skipulagið og nú þegar hafa hátt í 150 manns skráð þátttöku úr 20 framhaldsskólum svo það er greinilegt að mikill áhugi á ráðstefnunni.