Ráðstefna um leiðsagnarnám

Fyrirhuguð ráðstefna um leiðsagnarnám í framhaldsskólum hefur verið í undirbúningi í FMOS undanfarnar vikur. Fjórir kennarar skólans þau Björk Ingadóttir, Tinna Sigurjónsdóttir, Þorbjörg Lilja Þórsdóttir og Valgarð Már Jakobsson hafa staðið í ströngu við skipulagið og nú þegar hafa hátt í 150 manns skráð þátttöku úr 20 framhaldsskólum svo það er greinilegt að mikill áhugi á ráðstefnunni. Þrír aðalfyrirlesarar verða með innlegg en auk þeirra verða málstofur þar sem kennarar geta átt nánari samtal um afmarkaðari málefni í smærri hópum. 11 erindi og málstofur eru nú fullmótaðar og verða kynntar nánar eftir helgi en allt áhugafólk um leiðsagnarnám ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.