Skráning í útskrift

Þeir nemendur sem stefna á útskrift í maí þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu skólameistara í síðasta lagi föstudaginn 14. janúar. Skráning fer fram með því að koma við á skrifstofunni eða senda tölvupóst á gudrun@fmos.is Mikilvægt er að allir nemendur sem ætla að útskrifast séu skráðir sem útskriftarnemar í Innu.

Lokað fyrir töflubreytingar

Búið er að loka fyrir töflubreytingar. Hægt er að segja sig úr áfanga til 27. janúar, eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. 

Upphaf vorannar 2022

Skólastarf í FMOS hefst föstudaginn 7. janúar n.k. kl. 8:30 samkvæmt stundaskrá. Mikilvægt er að allir passi upp á persónulegar sóttvarnir; þvo og spritta hendur, virða eins metra regluna og muna að það er grímuskylda í skólanum. Það er mikilvægt að nemendur komi ekki í skólann ef þeir eru með einkenni Covid heldur fari strax í sýnatöku.

Stundatöflur og töflubreytingar

Mánudaginn 3. janúar geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir vorönn 2022, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 3.-7. janúar.