Öllum takmörkunum aflétt

Í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022, hefur öllum takmörkunum vegna Covid-19 verið aflétt í samfélaginu og því þurfa nemendur FMOS ekki að bera grímur í skólanum. Þeir sem kjósa að nota grímur áfram, af hvaða ástæðu sem er, er frjálst að gera það. Við mælum þó með að nemendur og starfsfólk haldi áfram að gæta að persónulegum sóttvörnum, almennu hreinlæti eins og að þvo hendur eða spritta eftir því sem við á, sérstaklega áður en farið er inn í mötuneyti. 

Allar upplýsingar varðandi Covid-19 verða áfram aðgengilegar á vef Covid.is og Landlæknisembættisins