Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2022 er til og með 15. febrúar n.k. ef námsmaður ætlar að fá fullan námsstyrk. Ef sótt er um eftir 15. febrúar skerðist styrkurinn um 15%. Nánari upplýsingar um styrkinn má finna á vef Menntasjóðs námsmanna eða með því að senda fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is

Föstudagsfréttir úr akrílmálun

Fyrstu vikurnar hjá okkur í MYNL2AM03 hafa farið í tilraunavinnu á pappír þar sem nemendur prófa mismunandi tækni og áhöld. Unnið er með þykkt málningar, áferð, mismunandi penslastærðir og grófleika, blöndun lita, notkun svamps og stensla svo dæmi séu tekin.