Áfangalýsingar - Nýir áfangar

Hér eru stuttar lýsingar á nýjum áföngum sem hafa ekki verið kenndir áður og eiga því ekki áfangalýsingu á vefnum.

MENF2YU03 Menning og upplifun
Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til að upplifa hina ýmsu listviðburði sem eru efst á baugi hverju sinni eins og leiksýningar, kvikmyndasýningar, tónleikar eða heimsóknir á hin ýmsu söfn. Leitast verður eftir því að hafa sem mesta fjölbreytni í þeim viðburðum sem sóttir verða. Nemendur munu lýsa upplifun sinni eftir hvern viðburð í verkefnaskilum þar sem þeir fara yfir atriði eins og söguþráð, boðskap, umhverfi, leikmynd, búninga, tónlist eða hverju því sem tengist þeim áhrifum sem nemendur verða fyrir. Skyldumæting er á alla viðburði og þurfa nemendur sjálfir að greiða aðgang að þeim en oft er hægt að fá góðan nemendaafslátt.

Mikil áhersla verður lögð á sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð frá nemendum eins og mætingu á viðburði og verkefnaskilum út frá þeim.

Áfanginn er utan stundatöflu og notast verður við TEAMS fyrir samskipti og skipulagningu.

Undanfari: ÍSLE2MR05

Síðast breytt: 4. október 2022