Áfangalýsingar - Nýir áfangar

Hér eru stuttar lýsingar á nýjum áföngum sem hafa ekki verið kenndir áður og eiga því ekki áfangalýsingu á vefnum.

DANS3YL03 Yndislestur
Í yndislestri í dönsku er aðaláhersla á að gefa nemendum tækifæri til að skoða fjölbreytt bókmenntaverk og þróa með sér lestraráhuga og getu. Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum og þjálfast í að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar.
Undanfari: DANS2LT05


ENSK3ÁG05 Ástarsagan, glæpir og fantasían
Áhersla verður lögð á ástarsögur og fantasíur, ásamt annarra bókmenntaverka sem fylgja fastri uppskrift. Nemendur setja á sig mismunandi hatta í þessum áfanga. Þeir setja sig í spor höfunda, lesenda, gagnrýnanda, rannsakanda og útgefanda. Hvað er það sem viðheldur þessum vinsældum á þessum tegundum bókmennta?
Undanfari: ENSK2TM05


FÉLA3LF03 Lestur fræðigreina í félags- og hugvísindum
Alveg nýr áfangi þar sem hugmyndin er að nemendur lesi um rannsóknir á félags- og hugvísindasviði.
Undanfari: ENSK2TM05 og 5e skyldukjörsviðsáfangi af Félags- og hugvísindabraut.


HEST2SN05 Sjálfsnám í hestamennsku
Markmið áfangans er að styðja nemandann til sjálfsnáms og efla sjálfstæði hans til ákvarðanatöku í þjálfun hrossa. Nemendur sækja nokkra hestatengda viðburði s.s. sýnikennslu til þess að afla sér nýrrar þekkingar og yfirfæra hana í þjálfun á sínu eigin hrossi. Áfanginn er utan stundatöflu og í boði á 2. og 3. þrepi.
Undanfari: 5e hestaáfangi á 2. þrepi


MYNL2AM03 Akrýlmálun
Alveg nýr áfangi í Akrýlmálun þar sem nemendur læra litablöndun, myndbyggingu og mismunandi aðferðir í málun.

  • Málun á striga og pappír
  • Litafræði
  • Myndbygging
  • Aðferðir
  • Fjölbreytt efnis notkun

Áfanginn er fyrir byrjendur og lengra komna.
Undanfari: MYNL1GT03 eða LIGR1KY03


STEF3LÚ05 Lífið eftir útskrift
Í áfanganum verður lögð áhersla á að nemendur ígrundi framtíðina hvort sem er í námi, starfi eða einkalífi. Að nemendur velti fyrir sér hvaða áhrif ákvarðanataka, hugmyndir, gildi og markmið hafa á nám og störf. Nemendur fá m.a. æfingu í samskipta- og samningatækni og nota það í ýmsum samtalsæfingum eins og atvinnuviðtali.
Undanfari: 100e og þar af 15e á 3. þrepi