FRUM2NÝ05 - Frumkvöðlafræði og nýsköpun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Tölvunotkun - TÖLN1GR02

Í áfanganum er unnið með hugmyndafræði nýsköpunar og frumkvöðlafræði.

Markmið áfangans er að kynna fyrir nemendum hugmyndafræði nýsköpunar og frumkvöðlafræði sem og að gefa þeim tækifæri til að vinna með sínar eigin hugmyndir. Í áfanganum verður einnig lögð áhersla á að kynna nemendum fyrir þarfagreiningu sem og að kynna þeim fyrir fjölbreyttu frumkvöðlaumhverfi á Íslandi. Veitt verður innsýn í gerð viðskiptaáætlunar.

Í áfanganum eru kennd verkfæri sem efla skapandi hugsun og að nemendur kynnist fjölbreyttum leiðum til að vinna og þróa hugmyndir með lausnarmiðuðu hugarfari. Í gegnum þá vinnu öðlast nemendur einnig færni í að skrásetja ferlið og verkefni sín. Í hópaverkefnum öðlast nemendur leikni í ákvörðunartöku og að stýra hugmynda- og verkefnavinnu.

Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð hvort svo sem það sé í einstaklingsverkefnum eða samvinnuverkefnum.

Markmið áfangans:

  • Hugmyndafræði nýsköpunar
  • Ýmis hugtök frumkvöðlafræði
  • Hugtök og mismunandi aðferðir hugmyndavinnu
  • Gildi hugmyndavinnu
  • Aðferðafræði og vinnuaðferðum nýsköpunar
  • Hugtök og grunnaðferðir þarfagreiningar
  • Grunnvinnu viðskiptaáætlunar