MAME2MH03 - Matarsóun og hagkvæm matreiðsla

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: UMHV2UN05

Efni áfangans er tvíþætt. Annarsvegar matarsóun í víðu samhengi og hins vegar hvernig megi útbúa næringaríkan en ódýran mat.

Í áfanganum munum við fjalla um matarsóun, áhrif þess á umhverfið og hvernig megi drýgja matvæli og nota það sem er komið á seinasta snúning. Í áfanganum munum við fara saman í verslanir, læra að greina hvað má nota og hvað ekki sem er komið yfir sitt besta skeið. Við munum heimsækja byrgja og verslanir til þess að fræðast um hvernig þau eru að takast á við matarsóun. Hugtök eins og samfélagseldhús, gámagrams (dumpsterdiving), frískápar verða einnig skoðuð.

Í áfanganum munum við nýta eldhúsið og ásamt því að elda úr hráefnum sem við öflum okkur munum við líka fræðast um mismunandi leiðir til þess að vinna mat svo að það megi betur geyma hann s.s. súrsun, þurrkun, frysting o.þ.h. Lögð verður áhersla á að nemendur átti sig á hvernig þau geti haft jákvæði áhrif á heimilsbókhaldið með því að nýta það sem er komið á lækkað verð sem og hvernig megi drýgja mat án þess að það komi niður á gæðum og bragði.

Markmið áfangans:
Þekkingarviðmið

  • Hugtökum tengdum matarsóun
  • Fjölbreyttum leiðum til þess að auka geymsluþol matvæla
  • Fjölbreyttum leiðum til þess að verka matvæli
  • Meðhöndlun matvæla
  • Hvernig megi greina hvort að matvæli séu ónýt eða ekki

Leikniviðmið

  • Lesa og finna efni tengdum mat og næringarinnihaldi
  • Matreiða fjölbreyttan mat
  • Nýta hráefni á óhefðbundin máta og virkja ímyndunaraflið þegar kemur að nýtingu

Hæfniviðmið

  • Leggja sitt af mörkum til þess að draga úr matarsóun
  • Að geta nýtt hráefni í fjölbreyttan mat
  • Að geta drýgt mat á hagkvæman og næringaríkan máta
  • Að afla sér upplýsinga, greina og hagnýtt í efnistökum áfangans
  • Að útvíkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að mat og hvernig megi tækla matarsóun

Annað:

Efnisgjöld verða 5000 kr.