ENSK3HP05 - Harry Potter, J. K. Rowling and London Baby!

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2TM05

Í áfanganum er fjallað um bækur og kvikmyndir J. K. Rowling um Harry Potter. Farið verður yfir valdar bækur og horft á valdar kvikmyndir, svo verða unnin fjölbreytt verkefni. Bækurnar verða m.a. bornar saman við kvikmyndirnar og fleiri afleidd verk.

Áfanginn yrði kenndur af Björk og Helenu María saman, sem sagt tveir kennarar sem skipta með sér áfanganum.

Stefnt er á að fara með áhugasama nemendur í námsferð til London, þar sem við myndum heimsækja Harry Potter safnið, fara á leiksýningu, á National Museum og kynnast borginni almennt, samgöngum þar, hefðum og siðum, o.s.frv. Gert er ráð fyrir þriggja daga ferð, sem farin yrði í byrjun nóvember 2023. Nemendur standa sjálfir straum af kostnaði við ferðina, sem og kennarar. Kennarar leiðbeina nemendum og styðja við þá varðandi fjáröflunarmöguleika en nemendur sjá alfarið sjálfir um fjáröflun. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur fjármagni ferðakostnað kennara.

Markmið áfangans:
Þekkingarviðmið:

  • að nemendur auki ritfærni og orðaforða í ensku
  • að nemendur auki færni í tjáningu á ensku
  • að nemendur auki færni í skapandi vinnu með bókmenntir.

Leikniviðmið:

  • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
  • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
  • átta sig á málfarsmun, mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
  • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis.
  • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni.

Hæfniviðmið:

  • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
  • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
  • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti.

Annað:
Nemendur þurfa að útvega sér a.m.k. síðustu bókina um Harry Potter: Harry Potter and the Deadly Hallows.