SPÆN2MS03 - Smá meiri spænska

menning og tungumál, stig a2 - b1 í evrópska tungumálarammanum

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: SPÆN1ÞR05
Áfanginn er fyrir utan stundatöflu en ætlast er til að nemendur mæti í verkefnatíma einu sinni í viku í munnlega æfingu ásamt heimavinnu. Í fasta verkefnatímanum er einungis töluð spænska og áherslan lögð á aukna munnlega færni nemenda í spænsku. Fyrir utan verkefnatímann vinna nemendur fjölbreytt verkefni sjálfstætt sem þau skila til kennara. Markmiðið er að auka orðaforða, þjálfa hlustun og lestur og auka málfræðifærni. Þessi áfangi er einnig hugsaður til að brúa smá bilið fyrir frekara nám í spænsku.

Þekkingarviðmið

 • grundvallaruppbyggingu þjóðfélaga þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
 • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
 • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
 • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega

Leikniviðmið

 • skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður sem og skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
 • lestri margs konar gerða af textum og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
 • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
 • tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið

Hæfnisviðmið

 • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
 • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
 • leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður
 • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
 • skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
Nánari upplýsingar á námskrá.is