Nemendur

Í FMOS eru að jafnaði rúmlega 300 nemendur skráðir í nám við skólann. Aldursdreifing nemenda hefur breyst töluvert á undanförnum árum þar sem eldri nemendum hefur fækkað frá því sem áður var og þeim yngri fjölgað. Á hverju hausti innritar skólinn í kringum 60 nýnema sem sækja um beint eftir 10. bekk. Flestir nemenda FMOS koma úr Mosfellsbæ og nærumhverfi, þ.e. Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ.

Nemendafélag (NFFMOS) er starfsrækt í skólanum en umsjón þess er í höndum nemendaráðs. Á vorönn eru kosnir fulltrúar í ráðið til eins árs í senn og hafa allir nemendur skólans jöfn tækifæri til að bjóða sig fram. Markmið nemendaráðs er að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði og stuðla að góðum anda í skólanum. Nemendur skólans greiða félagsgjöld í NFFMOS samhliða skráningargjöldum sínum í skólann á hverri önn, að sjálfsögðu er þátttaka valfrjáls en vart þarf að taka það fram að ávinningurinn af því að vera í NFFMOS er ótvíræður.
Það eru margir kostir við að vera með öflugt nemendafélag. Auk þess að halda uppi félagslífi stendur NFFMOS vörð um nemendur í skólanum og er t.d. aðili að SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema).

Netfang nemendafélagsins er nemfmos@gmail.com

Nemendafélagið er á Facebook og Instagram

Að vera félagi í NFFMOS gefur þér:
Afslætti á viðburði hjá NFFMOS - sem dæmi er árshátíð (stærsti viðburður ársins) að stórum hluta niðurgreidd.

Nemendaskírteini: Sérstakir afslættir og tilboð hjá fyrirtækjum eru veittir gegn framvísun skírteinis. Um er að ræða almenn tilboð til framhaldsskólanema sem og sérstök tilboð til félaga í NFFMOS.

Möguleika á að bjóða þig fram í nemendaráð.

Hægt er að segja sig úr nemendafélaginu í eina viku eftir fyrsta skóladag hverrar annar og er það gert með því að senda póst á skrifstofu skólans, fmos@fmos.is

Í stjórn NFFMOS eru formaður, varaformaður (ritari) og gjaldkeri ásamt nýnemafulltrúa. Einnig eru í stjórninni formenn þeirra þriggja nefnda sem starfa innan NFFMOS. Stjórnin hefur yfirumsjón með starfsemi nemendafélagsins og sér um tengsl félagsins við skólann annars vegar og við nemendafélög í öðrum skólum hins vegar. Meðal verkefna sem stjórnin sér um innan skólans er útgáfa á nemendaskírteinum.

Nemendaráð FMOS 2022-2023 skipa: 

Nefndir NFFMOS

 • Fjölmiðlanefnd samanstendur af formanni, sem einnig starfar sem fulltrúi nefndarinnar í stjórn NFFMOS, og aðrir meðlimir. Markmið nefndarinnar er að birta upplýsingar og fréttir um starf NFFMOS. Meðal verkefna eru að taka myndir á viðburðum, búa til auglýsingar o.fl. 
 • Hestanefnd  Formaður nefndarinnar er:  
 • Íþróttanefnd samanstendur af formanni, sem einnig starfar sem fulltrúi nefndarinnar í stjórn NFFMOS, og aðrir meðlimir. Markmið nefndarinnar er að sjá um íþróttatengda viðburði í FMOS. Meðal verkefna er að skrá þátttöku og auglýsa íþróttakeppnir milli framhaldsskóla ásamt því að halda íþróttaviðburði innan skólans. Formaður nefndarinnar er:  
 • Skemmtinefnd samanstendur af formanni, sem einnig starfar sem fulltrúi nefndarinnar í stjórn NFFMOS, og aðrir meðlimir. Markmið nefndarinnar er að skapa flott félagslíf í FMOS. Fastir liðir eru:
 • Árshátíð
 • Bechtelkvöld FEMMOS
 • Gettu betur
 • LAN-nótt
 • Kaffihúsakvöld
 • Kvikmyndakvöld
 • Nýnemaferð
 • Nýnemarave
 • Ræðukeppni ESU
 • Spilakvöld
 • Söngkeppni framhaldsskólanna
 • Þemadagur

Formaður nefndarinn er: Katrín Vala Linden, katrinlinden04@gmail.com

Önnur félög
FEMMOS er Femínistafélag FMOS og hefur það að meginmarkmiði að jafna rétt kynjanna með því að sýna frumkvæði og kveikja umræðu tengda kynbundnu ofbeldi, kynjamismunun sem og að auka fræðslu í málaflokknum. Félagið hefur staðið fyrir fjölmörgum áhugaverðum viðburðum, kaffihúsakvöld, jafnréttisvika og söfnun til styrktar Stígamótum undir yfirskriftinni "Ég er á móti kynferðisofbeldi". Árið 2017 hlaut FEMMOS jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar.

 

Síðast breytt: 14. ágúst 2023