Opin stúdentsbraut er 200 einingar og er meðalnámstími 6-7 annir. Brautinni er skipt upp í skylduáfanga, 107 ein. af kjarnaáföngum, 40 ein. af kjörsviðsáföngum og valáfanga, 53 ein. Nemendur geta valið sér áfanga eftir áhugasviði af öðrum brautum skólans að uppfylltum skilyrðum um undanfara. Dæmi um valáfanga eru t.d. félagsfræði, saga, sálfræði, heimspeki, tungumál, kvikmyndafræði, listgreinar, líffræði, eðlisfræði, efnafræði og umhverfisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir vinnumarkaðinn og/eða frekara nám á háskólastigi. Ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark og þurfa námsferlar nemenda að uppfylla þau skilyrði.
Bent er á að við skipulagningu náms á Opinni stúdentsbraut er mikilvægt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.
Athugið *-merkingar:
- Íslenska: Nemendur þurfa að taka tvo íslenskuáfanga af þremur á 3. þrepi og ráða hvaða tveir áfangar það eru og í hvaða röð þeir taka þá.
- Stærðfræði: sjá reglur um lágmarkseinkunnir.
- Enska: Nemendur þurfa að taka tvo enskuáfanga af þremur á 3. þrepi og ráða hvaða tveir áfangar það eru og í hvaða röð þeir taka þá.
- Saga: Nemendur þurfa að taka einn söguáfanga af tveimur á 2. þrepi og ráða hvorn áfangann þeir taka.
Síðast breytt: 21. október 2021