Viðtalstímar umsjónarkennara

Umsjónarkennarar eru með fasta viðtalstíma í hverri viku og fara bókanir fram í gegnum Innu. Opnaðu Innu og skrollaðu niður, finndu hnappinn "panta viðtalstíma" og smelltu á hann.

Næst hakarðu í reitinn "Minn umsjónarkennari" og smellir svo í dálkinn "veldu starfsmann" þá birtist nafn umsjónarkennarans sem þú smellir á til að fá þessa mynd. Veldu tíma með því að smella á hnappinn "panta" og þá spyr Inna þig hvort þú sért viss um að þú viljir panta tíma. Þarna geturðu líka skilið eftir skilaboð til umsjónarkennarans, t.d. ef þú vilt segja honum hvert erindið er. Til að staðfesta bókunina smellirðu á "panta" og þá fer hún í gegn.

 

Síðast breytt: 1. febrúar 2022