Náttúruvísindabraut er 200 einingar og er meðalnámstími 6-7 annir. Brautinni er skipt upp í skylduáfanga, 112 ein. af kjarnaáföngum og 60 ein. af kjörsviðsáföngum, og valáfanga, 28 ein. Nemendur hafa val um í hvaða röð þeir taka áfangana svo framarlega sem undanfarar eru virtir. Kjörsviðsáfangar eru eðlisfræði, efnafræði, líffræði, náttúruvísindi, stærðfræði, tölvunarfræði og umhverfisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, sérstaklega í náttúru- og raunvísindum. Ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark og þurfa námsferlar nemenda að uppfylla þau skilyrði.
Lokamarkmið Náttúruvísindabrautar eru:
Að nemendur
- hafi góða þekkingu á sviði stærðfræði og raunvísinda
- séu færir um að beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
- geti fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
- hafi öðlast meðvitund gagnvart umhverfi sínu, lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
- geti nýtt kunnáttu í náttúru- og raunvísindum ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun
- hafi hæfni til að lesa fræðitexta á ensku
- séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í tæknigreinum, náttúru- og raunvísindum.
Athugið *-merkingar:
Gildir frá 1. júní 2012
Síðast breytt: 1. febrúar 2024