Félags- og hugvísindabraut er 200 einingar og er meðalnámstími 6-7 annir. Brautinni er skipt upp í skylduáfanga, 107 ein. af kjarnaáföngum og 60 ein. af kjörsviðsáföngum, og valáfanga, 33 ein. Nemendur hafa val um í hvaða röð þeir taka áfangana svo framarlega sem undanfarar eru virtir. Kjörsviðsáfangar eru félagsfræði, saga, sálfræði, heimspeki, tungumál, kynjafræði og kvikmyndafræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, sérstaklega í félagsvísindum og hugvísindum. Ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark og þurfa námsferlar nemenda að uppfylla þau skilyrði.
Lokamarkmið Félags- og hugvísindabrautar eru:
Að nemendur
- hafi góða almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísindagreina
- geti greint einkenni og þróun samfélaga og geri sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa
- hafi öðlast meðvitund gagnvart umhverfi sínu, lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
- þekki meginstrauma menningar, trúar, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð
- hafi hæfni til að lesa fræðitexta á ensku
- geti tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg efni
- hafi öðlast tölfræðilegt læsi til að geta lesið og sett fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
- séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í félags- og hugvísindum.
Athugið *-merkingar:
- Íslenska: Nemendur ráða í hvaða röð þeir taka íslenskuáfanga á 3. þrepi.
- Stærðfræði: sjá reglur um lágmarkseinkunnir.
- Enska: Nemendur þurfa að taka tvo enskuáfanga af þremur á 3. þrepi og ráða hvaða tveir áfangar það eru og í hvaða röð þeir taka þá.
- Saga: Nemendur þurfa að taka einn söguáfanga af tveimur á 2. þrepi og ráða hvorn áfangann þeir taka.
Gildir frá 1. júní 2012
Síðast breytt: 29. nóvember 2023