Algengar spurningar - íþróttakennsla í FMOS

Hvað þarf ég að gera til þess að ná áfanganum LÝÐH1HR01?

  • Til þess að ná áfanganum þarf að sýna fram á a.m.k 20 mætingar og 30 mætingar til þess að fá 10 í einkunn.
  • Vera virk/ur í tímum.

Get ég unnið upp tíma í íþróttum ef ég hef misst eitthvað úr?

  • Já, ef þú þarft að vinna upp tíma þá geturðu mætt utan skráðra tíma eða notað Strava appið (miðað er við 3km til þess að það teljist sem mæting). 

Ég er með kort í annarri líkamsrækt. Má ég sleppa við íþróttir og æfa þar?

  • Já en þá áttu að skrá þig í LÝÐH1RÆ01. Ef þú ert í LÝÐH1HR01 þá er það ekki í boði, en það mega allir æfa eftir sínum prógrömmum hjá okkur.

Ég er búin/n að vera með vottorð í íþróttum, get ég fengið að sleppa við íþróttir?

  • Við reynum eins og við getum að koma til móts við þarfir og getu hvers og eins þannig að allir ættu að geta fundið hreyfingu sem þeir ráða við. Vertu í sambandi við íþróttakennarann eða náms- og starfsráðgjafa skólans.

Ég er að æfa afreksíþróttir. Get ég fengið að sleppa við íþróttir?

  • Þá skráir þú þig í LÝÐH1AF01.

Ef þú ert með fleiri spurningar þá skaltu senda tölvupóst á íþróttakennarann, halla@fmos.is

 

Síðast breytt: 8. september 2021