Íþróttakennsla

Í kjarna allra stúdentsbrauta FMOS eru 5 ein. í íþróttum og hreyfingu, þ.e. 5 áfangar. Skólinn leggur áherslu á heilsueflingu og fjölbreytni í hreyfingu og geta nemendur skólans valið úr mismunandi áföngum. Hér má finna stuttar lýsingar á áföngunum sem eru í boði en nánari upplýsingar um markmið og námsmat má finna í áfangalýsingum á Innu.

LÝÐH1AF01 Afreksíþróttir
Þeir nemendur sem æfa afreksíþróttir geta skráð sig í þennan áfanga. Með afreksíþróttum er átt við æfingar með meistaraflokki og/eða í keppnisflokki. Áfanginn er utan stundatöflu. Nemendur þurfa að prenta út eyðublað sem má finna í Innu og skila því til íþróttakennara undirrituðu frá þjálfaranum í upphafi annar. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1HG01 Hjólað gengið í skólann
Nemendur sem velja þennan áfanga nota göngur eða hjólreiðar sem hreyfingu. Áfanginn er utan stundatöflu. Til að ljúka áfanganum þarf að ganga 100 km/önn eða hjóla 300 km/önn og nota appið Endomondo til þess að mæla og sýna fram á ástundun. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1HR01 Hreyfing
Nemendur sem eru skráðir í þennan áfanga eru með íþróttatíma tvisvar í viku í stundatöflunni og mæta í Eldingu sem er æfingastöð í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Skólinn hefur einnig aðgang að sölum inni í íþróttahúsinu og úti. Þessi áfangi er skylduáfangi hjá þeim nýnemum sem koma beint úr 10. bekk og æfa engar skipulagðar afreksíþróttir en er líka opinn öðrum nemendum skólans sem vilja hafa íþróttir í stundatöflunni. Nemendur hafa val um fjölbreytta hreyfingu og komið er til móts við þarfir hvers og eins. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir til þess að stunda íþróttir, þ.e. í íþróttafötum og -skóm. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1ÍÚ01 Íþróttir og útivist
Nemendur sem eru skráðir í þennan áfanga nota göngur á fell og fjöll sem hreyfingu. Áfanginn er utan stundatöflu. Gengið er á 4 fell í kringum Mosfellsbæ, hópurinn fer saman á Esjuna og 5 frjálsar ferðir sem eru 5-10 km hver. Nemendur nota appið Endomondo til að mæla og sýna fram á ástundun frjálsra ferða. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1JÓ01 Jóga
Nemendur sem eru skráðir í þennan áfanga eru með jóga einu sinni í viku (tvöfaldur tími) í stundatöflunni. Í áfanganum læra nemendur fjölbreyttar jógastöður, öndunaræfingar og slökunartækni. Jógatímarnir eru kenndir í húsnæði FMOS. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1RÆ01 Ræktin
Nemendur sem eru skráðir í þennan áfanga eru búnir með eitt ár í íþróttum, eru með kort í líkamsræktarstöð og kjósa að æfa þar utan skólatíma. Áfanginn er utan stundatöflu. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að halda utan um mætingar sínar annað hvort með því að prenta út mætingablað af Innu og fá staðfestingu fyrir mætingum frá líkamsræktarstöðinni eða með því að skrá sig inn með augnskanna þar sem það á við. Mætingablöðum/útprentun úr augnskanna á að skila til íþróttakennara fyrir síðasta verkefnadag. Ekki er tekið á móti mætingablöðum þegar verkefnadögum er lokið. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

Algengar spurningar

 

Síðast breytt: 16. október 2018