Íþróttakennsla - gildir út vorönn 2022

Í kjarna allra stúdentsbrauta FMOS eru 5 ein. í íþróttum og hreyfingu, þ.e. 5 áfangar. Skólinn leggur áherslu á heilsueflingu og fjölbreytni í hreyfingu og geta nemendur skólans valið úr mismunandi áföngum. Hér má finna stuttar lýsingar á áföngunum sem eru í boði en nánari upplýsingar um markmið og námsmat má finna í áfangalýsingum á Innu.

Eftirfarandi upplýsingar um íþróttakennslu í FMOS gilda út vorönn 2022:

LÝÐH1AF01 Afreksíþróttir
Þeir nemendur sem æfa afreksíþróttir geta skráð sig í þennan áfanga. Með afreksíþróttum er átt við æfingar með meistaraflokki og/eða í keppnisflokki. Áfanginn er utan stundatöflu. Nemendur þurfa að skrá upplýsingar inn á INNU og verður kennari í sambandi við þjálfara í upphafi og lok annar. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1HG01 Hjólað gengið í skólann
Nemendur sem velja þennan áfanga nota göngur eða hjólreiðar sem hreyfingu. Áfanginn er utan stundatöflu. Til að ljúka áfanganum þarf að ganga 100 km/önn eða hjóla 300 km/önn og nota appið Strava eða önnur sambærileg öpp til þess að mæla og sýna fram á ástundun og virkni. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1HR01 Hreyfing
Nemendur sem velja þennan áfanga eru búnir með eitt ár í framhaldsskóla eru skrefi nær að æfa eftir sínum prógrömum eða einstaklingsmiðuðum prógrömum sem unnin eru í samvinnu við íþróttakennara. Þessi áfangi er skylduáfangi og er inn í stundatöflu. Reynt er að koma til móts við þarfir og getu hvers og eins. Kennt er skv. stundatöflu í WC í Lágafellslaug. Nemendur geta mætt án kostnaðar mánudaga til föstudaga kl. 08:00-11:00 og 13:00-15:00. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1ÍÚ01 Íþróttir og útivist
Nemendur sem eru skráðir í þennan áfanga nota göngur á fell og fjöll sem hreyfingu. Áfanginn er utan stundatöflu. Nemendur þurfa að sýna fram á 30 skipti af útivist; fjallgöngu, hlaup, ganga, skíði, hestamennska eða önnur sambærileg útivist. Nemendur nota appið Strava til að mæla og sýna fram á ástundun frjálsra ferða. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1JÓ01 Jóga
Nemendur sem eru skráðir í þennan áfanga eru með jóga einu sinni í viku (tvöfaldur tími) í stundatöflunni. Í áfanganum læra nemendur fjölbreyttar jógastöður, öndunaræfingar og slökunartækni. Jógatímarnir eru kenndir í húsnæði FMOS. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1RÆ01 Ræktin
Nemendur sem eru skráðir í þennan áfanga eru búnir með eitt ár í íþróttum, eru með kort í líkamsræktarstöð og kjósa að æfa þar utan skólatíma. Áfanginn er utan stundatöflu. Nemendur þurfa að sýna fram á 30 skipti í hreyfingu. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að halda utan um mætingar sínar og fá staðfestingu fyrir mætingum frá líkamsræktarstöðinni eða með því að skrá sig inn með augnskanna þar sem það á við. Mætingablöðum/útprentun úr augnskanna á að skila til íþróttakennara fyrir síðasta verkefnadag. Ekki er tekið á móti mætingablöðum þegar verkefnadögum er lokið. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

Algengar spurningar

 

Síðast breytt: 8. september 2021