SÁLF3KV05 - Kvikmyndasálfræði

kvikmyndasálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SÁLF2IS05 Inngangur að sálfræði
Nemendur kynnast sálfræðilegum veruleika (vandamálum og lausnum) úr frá myndefni (kvik- eða fræðslumyndum). Vandlega er farið í kvikmyndir sem taka sérstaklega á ákveðnum sálfræðilegum viðfangsefnum. Ákveðnar myndir eru skoðaðar og nemendur vinna síðan rannsóknarvinnu til að meta sanngildi þeirra sálfræðilegu þátta sem koma fram í myndunum. Dæmigerð viðfangsefni eru ýmsar geðraskanir, sálfræðileg meðferðarúrræði, þroski, þroskafrávik, félagsmótun, kynhlutverk, staðalmyndir, fordómar, viðhorf, múgæsingur, hlýðni við yfirvöld og hópar svo eitthvað sé nefnt

Þekkingarviðmið

  • helstu kvikmyndum sem taka á sálfræðilegum málum
  • nokkrum helstu tegundum kvikmynda og þeirri sálfræði sem þar er á bakvið
  • á umfangi þess vandamáls sem kennt er hverju sinni.

Leikniviðmið

  • greina sálfræðileg viðfangsefni í kvikmyndum
  • bera kvikmyndir saman út frá sálfræðilegri nálgun þeirra
  • finna fleiri kvikmyndir sem kynna sama þema og tekið er fyrir í áfanganum
  • gagnrýna það hvernig kvikmyndir mistúlka sálfræðileg viðfangsefni.

Hæfnisviðmið

  • vega og meta það sem er rétt og rangt um sálfræðileg viðfangsefni í kvikmyndum
  • meta sérstöðu kvikmyndamiðilsins
  • aðgreina ólíkar kvikmyndir út frá nokkrum grundvallaratriðum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is