STSÉ1JV02 - Jafnrétti, persóna og virðing

jafnrétti, virðing

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í þessum áfanga eru skoðaðir vinnustaðir og vinnustaðamenning. Nemendur kynnast því hvað einkennir góðan vinnustað og hvernig einstaklingar geta stuðlað að góðri vinnustaðamenningu. Fjallað verður um hvernig jafnrétti allra skiptir máli við að skapa góðan vinnuanda.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi góðra samskipta
 • jafnrétti kynjanna og stöðu þeirra í atvinnulífinu
 • rétti fólks með fötlun og skerta starfsgetu og stöðu þeirra í atvinnulífinu
 • eigin styrkleikum og áhugasviði þegar að starfsvali kemur.

Leikniviðmið

 • eiga samskipti við fólk með mismunandi skoðanir
 • fylgja samskiptareglum á vinnustað
 • eiga í jákvæðum samskiptum á vinnustað.

Hæfnisviðmið

 • eiga góð samskipti á vinnustöðum og virða mismunandi skoðanir
 • tilheyra starfsmannahópi
 • nýta sér eigin styrkleika og áhuga varðandi störf og atvinnuþátttöku
 • hafa trú á eigin færni og sjálfstraust til þess að takast á við ný verkefni.
Nánari upplýsingar á námskrá.is