LISK1KÆ04 - Kassabíll og ævintýrateppi

kassabíll, ævintýrateppi

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Í þessum áfanga koma nemendur til með að teikna og afla sér hugmynda að kassabílum. Valdar eru tvær hugmyndir frá nemendum sem síðan er unnið með. Nemendur smíða tvo kassabíla, mála og skreyta. Ævintýrateppi verður skapað þar sem unnið er með teikningar úr ævintýrum. Nemendur velja og vinna áfram með eina eða tvær teikningar. Ýmsum hlutum fyrir ung börn að glíma við verður komið fyrir í teppinu; t.d. reimar, tölur og rennilás. Nemendur koma síðan til með að gefa kassabílana og ævintýrateppið til leikskóla.

Þekkingarviðmið

  • notkun hugmyndabókar og skráningu hugmynda
  • sjálfstæðum vinnubrögðum og vandvirkni að allri vinnu
  • undirstöðuþáttum í notkun ýmissa handverkfæra
  • að vinna og taka þátt í sameiginlegu verkefni.

Leikniviðmið

  • skilja ferlið frá hugmynd að fullunnu verki
  • sýna frumkvæði að verkefnum sem gæti orðið að sameiginlegu verkefni
  • taka þátt og finna sína styrkleika í þessu sameiginlega verkefni
  • hlusta á samnemendur sína og virða þeirra athugasemdir.

Hæfnisviðmið

  • vinna með öðru fólki og virða skoðanir þess
  • dýpka skilning sinn á listrænni vinnu
  • öðlast áhuga á hvers konar sköpun og handverki
  • geta unnið á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær eftir sinni eigin getu í fallegan nytjahlut eða skreytingu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is