LEIR2MT03 - Leirmótun 2

LEIRMÓTUN

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: LEIR1MT03
Í áfanganum vinna nemendur verkefni með grunnaðferðum leirmótunar. Einnig kynnast nemendur einfaldri gifsmótagerð. Farið er í vinnuferli hönnunar, frá hugmynd að fullunnum nytjahlut þar sem hönnun bolla er skoðuð ásamt því að skilgreina hvað felst t.d. í vel hönnuðum nytjahlut. Nemendur útbúa sitt eigið gifsmót og vinna úr því bolla með mismunandi útfærslum hvað varðar hanka,skreytingu og þess háttar. T.d. er hvatt til notkunar á fjölbreyttum efnum ásamt leir í hankana t.d. tré, málm, plast eða öðrum tilbúnum hlutum úr umhverfinu/náttúrunni. Í áfanganum kynnast nemendur þeirri hugmyndavinnu og skissuvinnu sem fram fer fyrir fjöldaframleiðslu nytjahlutar,ásamt því að vinna skipulega í hugmynda og skissubók.

Þekkingarviðmið

  • Einfaldri gipsmótagerð
  • Skapandi lausnaleit í gegnum tilraunavinnu ásamt hugmynda og skissuvinnu
  • Fjölbreytileika leirs og aðferða til sköpunar.
  • Að sjá fleiri og opnari möguleika í vinnuferlinu.
  • Sjálfum sér, hugsun og verklagi.
  • Hvernig menning og listir tengjast atvinnusköpun og samfélagsþróun.
  • Gildi menningararfsins, hvort sem hann snýr að heimabyggð eða heiminum öllum.

Leikniviðmið

  • Virkja hugmyndaflugið og þar með sköpunarkraftinn.
  • Geta notið lista og skapandi starfs á margvíslegu formi.
  • Geta skipst á skoðunum og átt uppbyggileg samskipti.
  • Nýta sér skissubók í hugmyndavinnu.
  • Vinna einfalt gifsmót.
  • Nýta fjölbreyttan efnivið til sköpunar

Hæfnisviðmið

  • Tileinka sér skapandi lausnarhugsun sem hann getur nýtt bæði í leik og starfi.
  • Geta sýnt frumkvæði og skapandi hugsun.
  • Geta greint ný tækifæri í umhverfinu.
  • Geta notað fjölbreyttar aðferðir við að leysa viðfangsefni.
  • Horfa á sköpun, myndlist og hönnun með opnum hug.
Nánari upplýsingar á námskrá.is