ENSK3EX05 - Sérhæfður orðaforði og samskipti

extensive vocabulary and expression

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2TM05
Í þessum lokaáfanga í ensku er lögð áhersla á að nemendur vinni með fjölbreytt efni og hafi val um margvísleg verkefni. Nemendur þjálfast í að tileinka sér aukinn orðaforða vísinda og fræða, verða læsir á flóknari texta en áður, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á að lesa texta vandlega með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur vinna einstaklingsverkefni þar sem áherslan er á að nemendur auki við sig orðaforða sem tengist sinni braut. Þar að auki munu nemendur skoða valin bókmenntaverk út frá sjónarhorni félagsvísinda og náttúruvísinda. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum svo sem kynningum og stærri ritunarverkefnum, sem fela í sér öflun upplýsinga í gegnum margmiðlunarefi, á bókasafni og á Netinu. Áfram er lögð áhersla á að nemendur notist við sjálfsmat og jafningjamat í námi.

Þekkingarviðmið

 • helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
 • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
 • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
 • rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
 • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta.

Leikniviðmið

 • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
 • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
 • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
 • átta sig á málfarsmun, mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
 • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
 • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
 • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni.

Hæfnisviðmið

 • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
 • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
 • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin.
 • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti.
Nánari upplýsingar á námskrá.is