FBRU1LI03 - Líkamsímynd

kynheilbrigði, líkamsímynd

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum verður farið í áhrifaþætti á líkamsímynd ungmenna, hvernig þeir hafa áhrif á upplifanir, hugmyndir, hugsanir og tilfinningar sem móta sjálfsmynd þeirra og lífsánægju. Fjallað verður um þær andlegu og líkamlegu breytingar sem verða hjá ungu fólki og þau áhrif sem þær geta haft á viðhorf til okkar sjálfra. Varpað verður ljósi á þau áhrif sem fjölskyldan, vinir og aðrir jafningjar, fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og menning geta haft á líkamsímynd. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • andlegum- og líkamlegum breytingum einstaklinga
  • þeim þáttum sem geta haft áhrif á líkamsímynd okkar
  • tilfinningum sem geta komið upp varðandi líkamann og ástæðum á bak við þær

Leikniviðmið

  • efla heilbrigði og vellíðan án áherslu á útlitstengda þætti
  • lesa úr og skoða með gagnrýnum augum skilaboð sem leynast víða, svo sem í umhverfi okkar og menningu
  • greina þær tilfinningar sem hann upplifir varðandi líkama sinn og ástæður þeirra

Hæfnisviðmið

  • koma auga á það hvernig samfélagið getur haft áhrif á líkamsímyndina og líta það gagnrýnum augum
  • þróa með sér heilbrigða sýn á líkama sinn
Nánari upplýsingar á námskrá.is