HEST2VN06 - Vinnustaðanám - Reiðverkefni og teymingar

Vinnustaðanám

Einingafjöldi: 6
Þrep: 2
Forkröfur: HEST2FB05, HEST2FV05, HEST2VN04 og HEST2VN08
Á tímabilinu þurfa nemendur að vinna markvisst með hrossin sín. Nemendur leysa reiðverkefni og kenna hesti að teymast. Vinna nemenda með hrossin þarf að vera hluti af þjálfunaráætlun þeirra. Nemendur vinna með hrossin að lágmarki 3 sinnum í viku og halda dagbók um alla vinnuna í kringum hvert hross. Í dagbókinni eiga að koma fram upplýsingar um alla þá vinnu sem unnið er með hestinn. Dagbókin á einnig að innihalda gagnrýna umfjöllun um hvað tókst vel og hvað mætti betur fara. Í lok tímabils verður verkleg úttekt í formi myndbands.

Þekkingarviðmið

  • ábendingarkerfi knapans við hendi og á baki
  • aðferðum til að bæta eigið jafnvægi á baki
  • náttúrulegu eðli og atferli hestsins og hvernig hestinum er kennt út frá því í umgengni, við hendi og á baki
  • einföldum fimiæfingum sem unnar eru við hendi, í hringteymingu og á baki

Leikniviðmið

  • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigið verklag í umgengni við hesta
  • bregðast rétt við mismunandi skapgerð og hegðun hesta
  • nýta sér mismunandi ásetur og ábendingar við stjórnun hests
  • taka sjálfstæðar ákvarðanir í vali á þjálfunarbúnaði
  • gera einfaldar grunnæfingar sem unnar eru við hendi, í hringteymingu og á baki

Hæfnisviðmið

  • setja saman fjölbreytta og góða þjálfunaráætlun
  • greina og skilja þjálfunarferlið hjá öðrum knöpum
  • taka þátt í umræðum um það sem er að gerast í hestamennskunni í dag
Nánari upplýsingar á námskrá.is