TÖLF2GR05 - Tölvuleikjaforritun

Grunnáfangi í tölvunarfræðum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: STÆR2FF05 OG TÖLN1GR03
Í þessum grunnáfanga í tölvunarfræði er farið yfir þá grunnþætti sem tölvur byggjast á og hvernig þeir þættir vinna saman og starfa. Farið er í gervigreind í tölvuleikjum og samskiptahætti milli manna og tölva. Í framhaldi er farið í grunnþætti leikjahönnunar. forritun í Skratch forritunarumhverfinu og seinna meir í forritunarmálinu C# í forritinu Unity.

Þekkingarviðmið

  • uppbyggingu tölva
  • gervigreind
  • Scratch forritunarumhverfinu
  • Unity forritinu
  • C# forritunarmálinu

Leikniviðmið

  • nota Skratch til að búa til einfalda leiki
  • nota Unity og forritun í C# til að búa til einfalda tölvuleiki

Hæfnisviðmið

  • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • búa til sína eigin tölvuleiki
Nánari upplýsingar á námskrá.is