HEST2FV05 - Umhirða og atferli - verklegt

Umhirða og atferli verklegt 2

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HEST1HV05
Áfanginn er verklegur og munu nemendur læra að ríða nákvæmar reiðleiðir á reiðvelli og fá grunnþjálfun í einföldum fimiæfingum við hendi og á baki. Nemendur verða meðvitaðari um líkamsbeitingu sína og áhrif hennar á hestinn í reið. Farið verður ítarlega í ásetu og stjórnun knapans. Nemendur læra um notkun mismunandi búnaðs í reið og við hringteymingu.

Þekkingarviðmið

  • ábendingarkerfi knapans
  • aðferðum til að bæta eigið jafnvægi
  • náttúrulegu eðli og atferli hestsins og hvernig hestinum er kennt út frá því
  • einföldum fimiæfingum sem unnar eru við hendi, í hringteymingu og á baki

Leikniviðmið

  • styðja sig við mismunandi aðferðir í þjálfun hesta
  • geta framkvæmd einfaldar fimiæfingar við hendi og á baki
  • bregðast rétt við mismunandi skapgerð og hegðun hesta
  • nýta sér mismunandi ásetur og ábendingar við stjórnun hests
  • geta fylgt hreyfingum hestsins mjúklega eftir í mismunandi ásetu og á mismunandi gangtegundum
  • taka sjálfstæða ákvörðun í vali á þjálfunarbúnaði
  • geta lesið í viðbrögð hests hvort hann sé heilbrigður eða þarfnist aðhlynningar
  • taka sjálfstæðar ákvaðarnir varðandi eigið verklag í umgegni hesta
  • miðla og aðstoða við aðra í hestamennsku

Hæfnisviðmið

  • vera sjálfstæður í vinnubrögðum í umgengni við hesta og borið ábyrgð á fóðrun og umhirðu þeirra
  • miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra
  • vinna út frá forsendum hestsins með hestvænar aðferðir að leiðarljósi
  • finna fyrir auknu sjálfstrausti og vera öruggari með sig á hestbaki
Nánari upplýsingar á námskrá.is